:: Kolla og fjölskyldan ::

Velkomin á síðuna okkar!!!!

:: þriðjudagur, maí 30, 2006 ::

Allt að ske...
Myndin er tekin á útskriftardegi Fanneyjar, og ég mætti í HANA. Fanney verður að muna þetta vel og lengi. Þar sem ég mætti mjög seint í ferminguna hennar og mér verður líklega aldrei fyrirgefið og ákváðum við Raggi því að vera rosalega dugleg og sjá um matinn í veislunni núna. Tókst held ég bara rosalega vel enda er minn maður besti kokkur í heimi:-) Skil ekkert í því af hverju hann er búin með þessa viðskiptafræði, hefði bara átt að skella sér í kokkinn. Myndir hér.
Annars er ég vinnunni en samt ekki í vinnunni því ég get bara ekki hugsað um neitt annað en Eydísi og að hún sé lögð af stað á Akranes. Vonandi á þetta nú allt eftir að ganga vel.

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 2:34 e.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: þriðjudagur, maí 23, 2006 ::

WIG WAM





Flotta útibúið okkar:-) Þessar tvær myndir eru af Eurovision djamminu okkar í SPRON. Það var bara gaman og við vorum WIG WAM eins og allir sjá:-) Fleiri myndir.

Var svo að skoða á Grafarkotssíðunni myndir frá því í gær og hvað er í gangi, er ekki að koma sumar?

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 5:33 e.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: föstudagur, maí 19, 2006 ::

Júró júró

Var að koma úr júróvisionpartíi hjá Sirrý, Steina og co. Fór sem fór, Silvía var einfaldlega ekki nógu góð en fáránleg lönd komust áfram eins og Tyrkland það var ógeð. Ekki orð um þetta meir... En ef einhver er að leita sér að flottri íbúð þá endilega kíkja í heimsókn til Sirrýar og Steina í Álfkonuhvarfið.
Tomorrow er svo vinnudjamm hjá mér í SPRON og líka hjá Ragga í Eimskip og þar sem foreldrarnir eru svona uppteknir þá ætlar Rakel í pössun til Ínu og Breka. Það er Eurovision þema hjá SPRON og er verið að reyna að redda dressinu svona á síðustu mínútunum.
Svo er planið að fara í bústað um helgina, reyndar á www.gljufur.is og er ég nú ekkert velkomin þangað. Þeir skilja það sem voru memm í þeirri bústaðaferðinni...hehehe Ég verð bara að læðast og láta lítið fara fyrir mér:-)

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 1:20 f.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: mánudagur, maí 15, 2006 ::

Sauðburður


Við mæðgurnar fórum norður um helgina í sauðburð. Fengum far með Ínu og Reimsa og fannst Gígjunni nú ekki leiðinlegt að ferðast með Breka sínum.
Rakel fékk að hjálpa mikið til í sauðburðinum, gaf lömbunum að ,,búbba" og fleiri sveitastörf. Svo lék hún sér helling við Gára, Völu og Össu.

Logi sýndi mér svo Djákna og leist mér mjög vel á hann, prufaði hann svo sjálf í dag.

Ég fór svo með Eydísi, Óla, Fanney og Loga á Þinghúsið. Ekki mikið stuð og farið snemma heim, lentum reyndar í eltingaleik við veturgömlu tryppin þegar við komum heim en þau höfðu sloppið út. En það urðu nú nokkur skemmtileg atvik á barnum sem ég get ekki skrifað hérna á veraldarvefinn svo þetta var nú ekki alslæmt kvöld:-)

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 12:16 f.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: þriðjudagur, maí 09, 2006 ::

Meira bullið!!!

Fékk þetta sent á maili í dag...

HM reglur fyrir konur.

TAKIÐ eftir allar konur! Það er mikilvægt fyrir ykkur að lesa áfram, það gæti bjargað hjónabandinu eða sambandi. Karlmenn í heiminum haft sett húsreglur fyrir lokakeppni HM í Þýskalandi og það er eins gott að þið farið eftir þeim.

REGLURNAR:
1. Frá 9. júní til 9. júlí 2006 skaltu fylgjast vel með fréttum hér á
hmbolti.net svo þú vitir hvað er að gerast á lokakeppninni í Þýskalandi.
Þá getum við talað lítillega saman á meðan á lokakeppninni stendur þar
sem ég mun ekki ræða um neitt annað en FÓTBOLTA.

2. Á meðan á lokakeppni HM stendur er sjónvarpið mitt - alltaf og án allra
undantekninga.

3. Það er allt í lagi ef þú þarft að komast framhjá sjónlínu minni að
sjónvarpinu svo lengi sem þú skríður eftir gólfinu og truflar mig ekki.
Ef þér skildi detta í hug að standa nakin fyrir framan sjónvarpið farðu
þá strax aftur í fötin þar sem ég mun ekki hafa tíma til að fara með þig
til læknis fáir þú kvef.

4. Á meðan á leik stendur verð ég heyrnarlaus, mállaus og blindur gagnvart
þér - nema ef til þess kemur að ég þurfi nýjan bjór eða eitthvað að
borða.

5. Það er góð hugmynd fyrir þig að hafa alltaf alla vega tvær kippur af
bjór vel kældar inni í ísskáp og nóg af snakki. Ef þú hagar þér vel
fyrir framan vini mína máttu horfa á sjónvarpið frá klukkan 12 á
miðnætti til 6 um morguninn ef það eru ekki neinar endursýningar á þeim
tíma.

6. Ef þú sérð að ég er reiður eða pirraður þegar liðið mitt er að tapa
Viltu þá EKKI segja "þú jafnar þig - þetta er bara leikur" eða "ekki
hafa áhyggjur - þeir vinna kannski næst." Ef þú segir þetta verð ég
bara reiðari eða pirraðri. Mundu ávallt að þú munt aldrei vita meira um
fótbolta en ég og svona setningar verða bara til þess að við skiljum
fyrr.


7. Þú mátt horfa á EINN leik með mér og þú mátt tala við mig í hálfleik, en
bara þegar auglýsingarnar eru og bara ef staðan er góð. Taktu líka
eftir að ég sagði EINN leik, ekki reyna að nota lokakeppni HM sem
einhverja hörmulega tilraun til að "eyða tíma saman".

8. Endursýningar á mörkum eru mjög mikilvægar. Mér er alveg sama hvort ég
hafi séð markið áður eða ekki, ég vil sjá það oft og mörgum sinnum í
viðbót.

9. Segðu vinkonum þínum að eignast ekki börn á þessum tíma, ekki halda
nein barnaafmæli eða aðrar fáránlegar veislur vegna þess að:
a) ég mun ekki mæta
b) ég mun ekki mæta
c) ég mun ekki mæta

10. En athugaðu, ef vinur minn bíður mér í heimsókn til að horfa á leik er
ég rokinn.

11. Markaþættirnir í lok dagsins eru alveg jafn mikilvægir og leikirnir
sjálfir. Ekki detta í hug að láta út úr þér setningu eins og "en þú
hefur séð þetta áður" eða "af hverju skiptir þú ekki um stöð?" Lestu
aftur reglu númer 2.

12. Og að lokum, sparaðu þér setningu eins og "Guðs sé lof af lokakeppni
HM er bara á 4 ára fresti". Ég heyri ekki þessa setningu enda tekur
Meistaradeildin, Enski boltinn, Ítalski boltinn, Spænski boltinn og
fleira við.

13. Og ef við eigum saman einhver börn þá væri nú best að þú kæmir þeim fyrir
einhversstaðar á meðan keppnin er t.d. í sumarbúðir! Ég nenni ekki að láta þau éta
snakkið frá mér.........

Takk fyrir að virða reglurnar.

Karlmenn um heim allan!

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 6:06 e.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

Hef ekki haft tíma til að skrifa?

Talvan krassaði svo ég hef ekki getað skrifað hér inn lengi og ekki hef ég haft tíma í vinnunni en talvan er komin í lag. Harði diskurinn ónýtur í 2. skiptið á þessu ári. Og ég er búin að missa allar myndir frá árinu 2005 og til dagsins í dag út úr tölvunni og ekki búin að framkalla. En sem betur fer á ég þær á barnalandi, reyndar í minnkaðri upplausn en þær eru samt þar og núna elska ég barnalandJ
Síðastu helgi var farið norður í Skagafjörð í 1. árs afmæli til Unnar Maríu, og svo var kíkt á Hamar og aðeins í Dalatúnið. Rakel heimsótti tvö fjós og var nú frekar hrædd við kýrnar enda með mjög stórt höfuð. Svo var farið í pottinn og haft það nice.

En í gær breyttist Rakel Gígja í algjöra hestakonu, hún hefur ekki verið mikið fyrir að fara mikið af stað heldur bara sitja á baki þegar Vikar stendur kjurr en í gær nennti hún því ekki lengur og lét okkur foreldrana teyma Vikar út um allt, hún tók í tauminn og hvatti með löppunum og heimtaði að pabbi sinn léti sig hafa hjálm og Raggi mátti helst ekki fara sjálfur á bak. Og þurftum við að toga barnið af baki grenjandi.
Hjúkk, ég sem hélt hún ætlaði aldrei að fá kjarkinn, hún er að verða 2 áraJ

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 12:58 e.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: Um okkur ::

Kolla
Raggi
Myndasíða I
Myndasíða II
Myndasíða III
Myndasíða IV
Myndasíða V
Myndasíða VI
Myndasíða VII

:: Linkar ::


Aldís
Bjössi bróðir
Ella
Erla
Erla Björg
Eydís
Eyrún
Fanney
Grafarkot
Guðný Ebba
Guðrún Ósk
Gurry
H-Fleygur
Hafdís
Hjördís
Hugrun
Hvurslax
Ína Björk
Laufey
Merides
Rakel Run
ritarinn
Rugludallur
Sonja
SPRON
Unglist
Þinghúsið
Ævintýrið

:: Frændur/frænkur ::


Anna Birna
Elvar_Harpa
Inga og Einar
Ingimar
Kalli
Torfi frændi

:: Unga kynslóðin ::


Börn úr Húnaþingi vestra
Aron Óli
Axel Noi
Árni Tumi
Berglind Björk
Björn Ívar
Dagrún Sól
Dagur Smári
Daníel Darri
Elvar Kristinn
Emma Karen
Hafdís María
Harpa Lind
Heiða
Helena
Helgi Hrafn
Ína Magney
Íris Antonía
Ísak Birkir
Ísak Ernir
Júlía Jara
Júlía Jökulrós
Karen Ásta
Kolbrún
Kristófer Ísak
Lúkas Kató
Magnea
Margrét Ylfa
Marteinn Breki
Máney Dýrunn
Moli I og V
Óðinn Ívar
Óskar Smári
Rakel Gígja
Rebekka
Sigurður Elvar
Tómas
Tristan Reyr
Tristan Andri
Unnur María
Úlfhildur og Grímur
Vignir Darri
Þórólfur

:: Gamalt ::


:: Sendid okkur post ::

Kolla
Raggi

Mílanó myndir

Myndir_Þorrablót

Myndir_Ellen_25

Gestabok

Núna eru
online

Powered by Blogger