:: Kolla og fjölskyldan ::

Velkomin á síðuna okkar!!!!

:: fimmtudagur, júní 22, 2006 ::

Alveg að koma frí...

Mitt fyrsta alvöru sumarfrí að bresta á, norður á morgun og aldrei að vita að maður skelli sér á fjörhlaðborðið en girnilega matseðilinn má sjá hér:-/

Svo er það bara LM alla næstu viku, það verður nú meira stuðið. Ekki hugsað um neitt annað en hesta og bjór. Engar áhyggjur af gengi Landsbankans eða öðrum bankastörfum. Svo eftir LM taka hestaferðirnar við og fleira skemmtilegt.
Frétti að Sölvi minn hefði verið járnaður í dag og tekinn í stutta ferð á Gauksmýri og til baka og auðvitað verið fyrstur.

Svo er þetta bara fyndið...


Eitt enn... er ég nokkuð ein um það að finnast þessi maður rosalega flottur?

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 8:08 e.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: þriðjudagur, júní 20, 2006 ::

HM


Talandi um heimska aðdáendur, skoðið þetta.

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 3:00 e.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: mánudagur, júní 19, 2006 ::

Sumarfrí á næsta leiti...

Það er alveg að koma að því, á föstudaginn er síðasti vinnudagurinn fyrir 3 vikna sumarfríið mitt. Bara get ekki beðið, þá verður strax lagt af stað norður og í Skagafjörðinn en þar er LM 2006 að byrja á mánudaginn. Svo eiga hinir fjölskyldumeðlimirnir afmæli bráðum, Gígjan að verða 2 ára (vá fljótt að líða) og Raggi minn 25 ára.
Síðasta helgi fór í hitt og þetta, mikið um Keflavíkurferðir Grafarkotsstrákanna, þar sem þeir voru að rífa skemmu sem pabbi fékk og ótrúlegt en satt þá rifu þeir hana og komu henni norður á einni helgi en þetta er ekkert smá stykki. Enda náðum við ekki að setja svefnsófann út áður en Óli var sofnaður en hann og Logi fengu að kúra saman í honum:-)
Við Rakel fórum á ættarmót í Árnesi, rosa stuð þar sem Rakel fór á kostum í dansinum á barnadiskótekinu. Langyngst og hoppaði og dansaði við "Haleluja" og fleiri góð lög.
Annars þekki ég ekkert þessa ættingja mína og náði ekki að stoppa nóg á mótinu til að kynnast mörgum.

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 11:15 e.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: miðvikudagur, júní 14, 2006 ::

Þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?



Fínar dömur: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það bara assgoti pirrandi.

Fínar dömur : Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur sennilega ekki, en þér verður alveg sama.


Fínar dömur : Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.

Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann.

Fínar dömur: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.

Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.


Fínar dömur : Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.
Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara .

Fínar dömur: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip. .
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!

Fínar dömur : Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 12:05 e.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: mánudagur, júní 12, 2006 ::

Hvar er sumarið?

Reyndar var nú ofsa fínt veður á laugardaginn fyrir norðan, en annars er bara búin að vera rigning í gær og í dag. Ekki skemmtilegt það...

Annars lítið að frétta, fór eins og ég sagði norður um helgina ásamt Rakel með Ínu, Reimari og Breka. Raggi að vinna eins og alltaf, þetta gengur nú ekki lengur. Bara fínt 1. hvers mánaðar þegar borga þarf reikningana en annars ekki:-(
Úrtaka fyrir LM var um helgina og má sjá allt um hana hér. Síðan er bara forsalan hafin á LM, spennan magnast:-)

Í vinnunni er lítið annað rætt en HM og eru leikirnir sýndir á tveim skjám í okkar útibúi svo karlmennirnir gera lítið annað en að horfa, svo heyrir maður öðru hvoru öskur þegar eitthver hefur skorað. Viðskiptavinirnir eru lengi inni og enginn að drífa sig út, allir að horfa á boltann. Gaman að þessu:-/

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 5:28 e.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: þriðjudagur, júní 06, 2006 ::

Fórum norður


Við mæðgurnar ákváðum að skella okkur norður um helgina, komum auðvitað við á Akranesi að sjá litlu skvís aftur og vera svo viðbúnar að taka á móti þeim á laugardeginum þegar þau kæmu heim, litla fjölskyldan. Fórum samt í Skagafjörðinn á laugardaginn og þar hitti Rakel ömmu sína, Einar Örn, Unni Maríu og fl. En ég ákvað að horfa á yfirlitssýninguna enda ofsa spennandi. Tvinni hækkaði og má sjá allt um það hér.
Svo komu Eydís, Óli og litla snúllan heim á laugardagskveldið og fengum við að knúsa hana aðeins en henni finnst samt best að sofa!
Svo fórum við Rakel suður að hitta 3 fjölskyldumeðliminn en hann var að vinna á lau og kom svo frekar þreyttur úr bústað að hitta okkur á sun.
Nice frídagur í gær, slappað af heima og þvegið.

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 10:57 f.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: fimmtudagur, júní 01, 2006 ::

Orðin móðursystir



Eydís og Óli eignuðust litla prinsessu í gær 31.05 og hún er 13 merkur og 51 cm og BARA sætust. Ég setti video inn á Grafarkotssíðuna þar sem myndavélin mín er biluð. En það koma fleiri myndir af henni inn á netið bráðlega. Hún bara verður að vera meira til sýnis:-)
Eydís átti í bænum þar sem fæðingasérfræðingurinn var veikur á Akranesi en hún fór svo á Akranes í gærkvöldi og ætlar að liggja þar í nokkra daga.
Ég hlakka svo til að sjá hana aftur og ætli maður verði ekki að fara norður um helgina til að sjá prinsessuna koma heim. Rakel sagði allavega við mig þegar ég sótti hana á leikskólann í dag; ,,litla barnið og Eyddsssss". Hún vildi semsagt að við myndum fara beint til þeirra, búin að bíða allan daginn eftir að kíkja í heimsókn:-)

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 11:23 e.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: Um okkur ::

Kolla
Raggi
Myndasíða I
Myndasíða II
Myndasíða III
Myndasíða IV
Myndasíða V
Myndasíða VI
Myndasíða VII

:: Linkar ::


Aldís
Bjössi bróðir
Ella
Erla
Erla Björg
Eydís
Eyrún
Fanney
Grafarkot
Guðný Ebba
Guðrún Ósk
Gurry
H-Fleygur
Hafdís
Hjördís
Hugrun
Hvurslax
Ína Björk
Laufey
Merides
Rakel Run
ritarinn
Rugludallur
Sonja
SPRON
Unglist
Þinghúsið
Ævintýrið

:: Frændur/frænkur ::


Anna Birna
Elvar_Harpa
Inga og Einar
Ingimar
Kalli
Torfi frændi

:: Unga kynslóðin ::


Börn úr Húnaþingi vestra
Aron Óli
Axel Noi
Árni Tumi
Berglind Björk
Björn Ívar
Dagrún Sól
Dagur Smári
Daníel Darri
Elvar Kristinn
Emma Karen
Hafdís María
Harpa Lind
Heiða
Helena
Helgi Hrafn
Ína Magney
Íris Antonía
Ísak Birkir
Ísak Ernir
Júlía Jara
Júlía Jökulrós
Karen Ásta
Kolbrún
Kristófer Ísak
Lúkas Kató
Magnea
Margrét Ylfa
Marteinn Breki
Máney Dýrunn
Moli I og V
Óðinn Ívar
Óskar Smári
Rakel Gígja
Rebekka
Sigurður Elvar
Tómas
Tristan Reyr
Tristan Andri
Unnur María
Úlfhildur og Grímur
Vignir Darri
Þórólfur

:: Gamalt ::


:: Sendid okkur post ::

Kolla
Raggi

Mílanó myndir

Myndir_Þorrablót

Myndir_Ellen_25

Gestabok

Núna eru
online

Powered by Blogger