:: Kolla og fjölskyldan ::

Velkomin á síðuna okkar!!!!

:: miðvikudagur, júlí 19, 2006 ::

Geggjað veður

Vá hvað það er gott veður hérna í bænum akkúrat núna:-) Enda fáum við klukkutíma í mat vegna veðurs, ekki leiðinlegt það.
Vikan er bara búin að líða ótrúlega hratt þrátt fyrir að prinsessan okkar sé í sveitinni hjá ömmu, afa og co. Hún hefur það líka svo ofsalega gott veit ég, hefur varla tíma til að tala við mömmu sína í símann. Enda er heyskapur og þá er sko mikið að gera.

Síðustu helgi fórum við í 25 ára afmæli til Árna og Steina á Pravda. Þar var rosa stuð og enduðum við Raggi á Hlölla um þrjúleytið og svo í leigubílaröðina. Bara alveg eins og í gamla daga:-) hehehe, ég segi gamla daga því það er MJÖG langt síðan ég hef farið á djammið niður í bæ.

Fór svo í ótrúlega góða ferð í IKEA í gær, ákvað rúm og tvær hillur sem Rakel Gígja fær í nýja herbergið sitt á Laugateignum. Bara spennandi að fá sérherbergi og VÁ hvað ég er fegin að losna kannski við eitthvað af þessu dóti hennar úr stofunni.

Svo verður bara brunað norður strax eftir vinnu á föstudaginn og verðum við mæðgur í fríi í næstu viku en Raggi þarf því miður að vinna:-(

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 11:43 f.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: laugardagur, júlí 15, 2006 ::

3 vikur að verða búnar af fríinu

Rakel Gígja og Móses 27 vetra nýjasti og besti vinur hennar

Þetta frí bara búið að vera snilld, man varla hvar ég vinn ég er orðin svo endurnærð á líkama og sál. Allt Reykjavíkurstress löngu horfið og ég veit ekki hvort það sé neitt annað í stöðunni en að spítta mig aðeins áður en ég keyri suður á morgun til að komast í gírinn. Er búin að vera semsagt í sveitinni í 3 vikur, LM, hestaferð og rólegheit í sveitinni. Bara NICE... En svo er það bara vinnan sem bíður, Gígjan verður á flakki á milli Skagafjarðar og Húnaþings næstu vikuna og svo kem ég norður í vikufrí þegar Unglist er og hestamót vonandi upp í Hvammi.

En í dag á Marteinn Breki 2 ára afmæli, besti vinur Rakelar og er hún farin að sakna hans ofsalega mikið. Ég held að Breki verði hissa þegar þau hittast næst þar sem Rakel ákvað að fara að tala alveg í fríinu og hefur orðaforðinn aukist um 100% á þessum tíma svo hún geti nú stjórnað foreldrunum alveg.

En tíðindi dagsins eru að Ingunn frænka mín og Valdi eignuðust strák í morgun, 16 merkur og 54 cm og vil ég óska þeim enn og aftur innilega til hamingju. Ekkert smá flottur prins, var svo heppin að fá senda mynd af honum í símann. Tæknin í dag:-)

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 1:28 f.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: sunnudagur, júlí 09, 2006 ::

Yndislegt frí

Fríið búið að vera frábært, vorum í Skagafirðinum fyrstu eina og hálfa vikuna á Landsmóti og í heimsóknum. Það var alveg frábært og má sjá allt um LM á Grafarkotssíðunni.
Síðan erum við búin að vera í Húnaþingi vestra í 5 daga og erum lögð að stað í hestaferð og var fyrsti dagurinn í dag. Annars höfum við bara verið að ríða út og hafa það gott.
Litla daman Eydísar og Óla var svo skírð í gær og heitir daman, Júlía Jara. Skírnin var í Hvammstangakirkju og veislan á Þinghúsinu. Við Raggi sáum um heitu réttina og fleira, þannig að það var nóg að gera hjá okkur eins og Stellu, Hjördísi, mömmu, Fanney, Elísu og fleirum. Veislan var æðisleg og finnst mér nafnið á prinsessunni mjög fallegt. Myndir og fleira má sjá á nýju heimasíðu Júlíu.
Síðan áttu bæði Rakel Gígja og Raggi afmæli um daginn, Raggi minn 25 ára og ákvað ég að gefa honum hest. Og hann fékk meira að segja að velja á milli tveggja Óratorssyni annars vegar undan Gráðu frá Grafarkoti og hins vegar undan Eldvör frá Grafarkoti. Og hann valdi Gráðusoninn Vott frá Grafarkoti.

Top ^

[ Kolla skrifudu kl.| 11:19 e.h. | ]

-------------------------------------------------------------------

:: Um okkur ::

Kolla
Raggi
Myndasíða I
Myndasíða II
Myndasíða III
Myndasíða IV
Myndasíða V
Myndasíða VI
Myndasíða VII

:: Linkar ::


Aldís
Bjössi bróðir
Ella
Erla
Erla Björg
Eydís
Eyrún
Fanney
Grafarkot
Guðný Ebba
Guðrún Ósk
Gurry
H-Fleygur
Hafdís
Hjördís
Hugrun
Hvurslax
Ína Björk
Laufey
Merides
Rakel Run
ritarinn
Rugludallur
Sonja
SPRON
Unglist
Þinghúsið
Ævintýrið

:: Frændur/frænkur ::


Anna Birna
Elvar_Harpa
Inga og Einar
Ingimar
Kalli
Torfi frændi

:: Unga kynslóðin ::


Börn úr Húnaþingi vestra
Aron Óli
Axel Noi
Árni Tumi
Berglind Björk
Björn Ívar
Dagrún Sól
Dagur Smári
Daníel Darri
Elvar Kristinn
Emma Karen
Hafdís María
Harpa Lind
Heiða
Helena
Helgi Hrafn
Ína Magney
Íris Antonía
Ísak Birkir
Ísak Ernir
Júlía Jara
Júlía Jökulrós
Karen Ásta
Kolbrún
Kristófer Ísak
Lúkas Kató
Magnea
Margrét Ylfa
Marteinn Breki
Máney Dýrunn
Moli I og V
Óðinn Ívar
Óskar Smári
Rakel Gígja
Rebekka
Sigurður Elvar
Tómas
Tristan Reyr
Tristan Andri
Unnur María
Úlfhildur og Grímur
Vignir Darri
Þórólfur

:: Gamalt ::


:: Sendid okkur post ::

Kolla
Raggi

Mílanó myndir

Myndir_Þorrablót

Myndir_Ellen_25

Gestabok

Núna eru
online

Powered by Blogger